< 650208-0560 >
DYNAMIC TAPE®
Einnig þekkt sem Biomechanical Tape®  og Tattoo Tape®
Dynamic Tape er hvorki íþróttateip né Kinesio Tape. Í raun mætti segja að Dynamic Tape sé teip sem er mitt á milli íþróttateips og Kinesio Tape. Dynamic Tape er einstakt teip sem hentar öllum, ekki bara íþróttafólki. Dynamic Tape teygist í fjórar áttir og léttir álagi á líkamann, bætir hreyfiferla og hreyfigetu.

Sökum einstakra eiginleika hefur Dynamic Tape ná miklum vinsældum, ekki bara á Íslandi heldur um allan heim.

DYNAMIC TAPE

Hentar öllum

Dynamic Tape hentar einstaklega vel til að vinna á stoðkerfiskvillum, taugavandamálum og  íþróttameiðslum.

Hvað gerir Dynamic Tape?

Minnkar álag

Dynamic Tape teygist vel, virkar líkt og teygja og auðveldar bremsuþátt hreyfinga, minnkar álag á meidda vefi og vöðva.

Veitir stuðning

Dynamic Tape aðstoðar við hreyfingu þegar hröðunarþáttur hefst og veitir góðan stuðning. Teipið hamlar ekki hreyfingu.

Betri líðan

Dynamic Tape hjálpar við að ná fram réttri líkamsstöðu og getur minnkað og haft áhrif á verki og stífleika í vefjum og vöðvum.

Minni verkir og þreyta

Dynamic Tape átti sinn þátt í því að lykil leikmenn gátu beitt sér 100% og voru verkjalausir þrátt fyrir mikið álag og þétta dagskrá. Teipið veitti góðan stuðning við liði og með því að strekkja teipið yfir þreytta vöðva fengu þeir aðstoð og þannig var hægt að minnka álagið á krítíska punkta og fyrir vikið flýta endurheimt og minnka líkur á meiðslum. Teipið var þægilegt í notkun, leikmenn fundu mun í formi minnkaðra verkja og minni þreytu í þeim vöðvum sem teipið var notað á. Svo er það bara svo flott.

Georg Ögmundsson, sjúkraþjálfari ÍBV.

Góður stuðningur

Ég notaði Dynamic Tape fyrir undanúrslitaleiki KR í Íslandsmótinu í körfu 2015 á Pavel Ermolinski sem var að stíga upp úr erfiðum meiðslum. Hann lét mjög vel af teipinu þar sem það studdi vel við ákveðnar hreyfingar og veitti góðan stuðning og sársaukinn varð minni. Mjög gott er að vinna með teipið og hélst það vel á á meðan leik stóð og gott betur.

Bjartmar Birnir, sjúkraþjálfari Íslandsmeistara KR 2015 í körfuknattleik.

Minna álag á vöðva

Ég kynntist Dynamic Tape á lokaspretti úrslitakeppni kvenna í körfubolta í vor þar sem ég glímdi við hásinameiðsli. Teipið létti á þrýsting sem var í vöðvunum og létti þannig á því álagi sem var til staðar rétt eftir að það var lagt á. Það veitti stuðning sem gerði það að verkum að hreyfingar voru auðveldari. Það sem meira var, þegar komið var í leik fann ég ekki fyrir þeim óþægindum sem höfðu verið að hrjá mig í leikjum fram að því.

María Björnsdóttir, sjúkraþjálfari og leikmaður Íslandsmeistara Snæfells í körfubolta 2015.

NETVERSLUN

Netverslunin okkar er stútfull af spennandi vörum. Við erum með sjúkravörur, nuddvörur, bekki, teip, æfingavörur, nálar og margt fleira.

Skilmálar Netverslunar

Persónuverndarstefna

 

HAFÐU SAMBAND

Opið 14-17 virka daga.

561-0707  /  897-3568

sjoan@sjoan.is

Bæjarlind 1-3, 201 Kópavogur

Kt. 470911-0770