< 650208-0560 >
KINESIO TAPE®
Það verður að vera orginal teipið.
Þó að fremsta íþróttafólk heims og Íslands sjáist reglulega með orginal Kinesio Tape er Kinesio Tape ekki aðeins fyrir íþróttafólk. Notkun Kinesio Tape byggir á fræðum og kenningum Dr. Kenzo Kase sem fann upp Kinesio Tape fyrir um 40  árum síðan og er jafnt hægt að nota við smávæginlegum tognunum til alvarlega meiðsla.

KINESIO TAPE

Hentar öllum

Kinesio Tape er notað í margvíslegum tilgangi, svo sem til að breyta vöðvaspennu, bæta líkamsstöðu, breytingu á sogæðakerfinu eða til að lagfæra hreyfiferla.

Hvað gerir Kinesio Tape?

Lyftir húðinni

Kinesio Tape lyftir húðinni frá vefjum og eykur þannig blóð- og vökvaflæði en með því er losað um þrýsting og verk á auma svæðinu.

Aukin virkni

Kinesio Tape getur flýtt fyrir bata og minnkað líkur á meiðslum sé það notað með fyrirbyggjandi hætti. Teipið styður við liði og vöðva og eykur virkni.

Eins og húðin

Kinesio Tape líkir eftir og teygist eins og húðin. Sérstakt munstur teipsins gefur bestu mögulegu viðloðun, örvun og tilfinningu. Teipið minnkar ekki hreyfigetu.

Það er ekki nóg að teipið sé blátt eða bleikt.

Fræðin á bakvið orginal Kinesio Tape byggja á áralangum rannsóknum og prófunum. Það er töluvert af eftirlýkingarteipum á markaðinum, teipum sem hafa ekki sömu eiginleika og orginal teipið. Það er ekki nóg að teipið sé bleikt eða blátt, það þarf að standa „Kinesio“ á umbúðunum til að þú vitir að þú sért með orginal teipið í höndunum.

Orginal Kinesio Tape teygist eins og húðin, andar og veitir hámarks árangur.

Varist eftirlýkingar. Gerðu kröfur, notaðu orginal Kinesio Tape.

 

NETVERSLUN

Netverslunin okkar er stútfull af spennandi vörum. Við erum með sjúkravörur, nuddvörur, bekki, teip, æfingavörur, nálar og margt fleira.

Skilmálar Netverslunar

Persónuverndarstefna

 

HAFÐU SAMBAND

Opið 14-17 virka daga.

561-0707  /  897-3568

sjoan@sjoan.is

Bæjarlind 1-3, 201 Kópavogur

Kt. 470911-0770