< 650208-0560 >

SKILMÁLAR

Skilmálar Netverslunar

Almennir skilmálar netverslunar
Sjöan Sportvörur áskilur sér þann rétt að hætta einhliða við kauppantanir sem berast, t.d. vegna þess að uppgefnar upplýsingar voru rangar.

Áskilinn er sá réttur að hætta að bjóða upp á vörur til sölu án fyrirvara.

Allar upplýsingar í netverslun Sjöan Sportvörur eru með fyrirvara um innsláttarvillur, verðbreytingar og birgðastöðu.

 

Viðskipti

Allir þeir sem eru orðnir fjárráða geta keypt vörur í netverslun Sjöan Sportvörur.

Þegar pöntun er staðfest er hún orðin bindandi.

 

Verð

Öll verð, og upplýsingar, eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Verð geta breyst án fyrirvara.

Verð eru alltaf birt í íslenskum krónum með virðisaukaskatti (VSK).

 

Greiðslur

Hægt er að greiða fyrir vörur með:

1)      Greiðslukort og þá fer greiðslan í gegnum örugga greiðslugátt Pei. Sjöan Sportvörur sér aldrei kortaupplýsingar viðskiptavina heldur fær einungis senda staðfestingu frá Pei um að greiðslan hafi verið samþykkt. Pei veitir þriðja aðila aldrei kortaupplýsingar eða aðrar upplýsingar um viðskiptavini. 

2)      Greiðsluseðill, með því að velja greiðsluseðil í gegnum Pei stofnast greiðsluseðill í heimabankanum þínum en þú færð vöruna strax. Þú getur dreift greiðsluseðlinum á allt að 36 mánuði eða fengið aukalega 30 eða 60 vaxtalausa daga til að borga.

3)      Millifærslu á reikning Sjöan Sportvörur. Millifærsla þarf að eiga sér stað innan 24 klukkutíma frá pöntun.

 

Afhending vara

Pantanir eru afgreiddar á einum til tveimur virkum dögum.

Ef vara er ekki til á lager verður haft samband símleiðis eða með tölvupósti við viðskiptavin og hann upplýstur um stöðu mála og þá seinkun sem verður á afhendingu.

Sé vara send þá er það gert með Íslandspósti og þá gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Ef enginn er heima þegar Íslandspóstur kemur með sendinguna þarf að sækja hana á næsta pósthús. Sendingarkostnaður leggst við vöruverð.

Seljandi ber enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að hún er send frá seljanda til kaupanda er tjónið á ábyrgð kaupanda.

Sé vara sótt skal það gert á uppgefnum tíma.

 

Skilafrestur

Skilafrestur á vörum er 14 dagar frá móttöku nema annað sé tekið sérstaklega fram. Hægt er að skila vörum gegn framvísun reiknings eða kvittunar og að varan sé enn í upprunalegum umbúðum, ónotuð og óskemmd. Ef vara er innsigluð skal innsiglið vera órofið. Við skil á vöru fær viðskiptavinur inneignarnótu sem gildir í netverslun Sjöan Sportvörur. Flutningskostnaður er ekki endurgreiddur. Viðskiptavinur greiðir sendingarkostnað við skil, ef það á við, nema ef varan er gölluð en þá greiðir Sjöan Sportvörur sendingarkostnaðinn.

 

Persónuupplýsingar

Farið er með allar upplýsingar sem uppgefnar eru við kaup sem trúnaðarupplýsingar.

 

Eignarhald

Sjöan Sportvörur er í eigu ProBerg ehf. Kt. 470911-0770.

 

Samþykki

Viðskiptavinur sem kaupir vörur í gegnum netverslun Sjöan Sportvörur samþykir þessa skilmála. 

 

Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness. 

 

NETVERSLUN

Netverslunin okkar er stútfull af spennandi vörum. Við erum með sjúkravörur, nuddvörur, bekki, teip, æfingavörur, nálar og margt fleira.

Skilmálar Netverslunar

Persónuverndarstefna

 

HAFÐU SAMBAND

Opið 14-17 virka daga.

561-0707  /  897-3568

sjoan@sjoan.is

Bæjarlind 1-3, 201 Kópavogur

Kt. 470911-0770